/
Rafræn  allsherjaratkvæðagreiðsla Rafræn  allsherjaratkvæðagreiðsla

Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla - PowerPoint Presentation

dudeja
dudeja . @dudeja
Follow
342 views
Uploaded On 2020-08-28

Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla - PPT Presentation

um kjarasamning frá 211 2016 Hvað er rafræn atkvæðagreiðsla Samkvæmt reglugerð ASÍ þýðir rafræn atkvæðagreiðsla atkvæðagreiðsla skal framkvæmd þannig að kjörstjórn sendir þeim er kosningarétt eiga kjörgögn en þau eru aðgangslykill að rafrænum k ID: 809262

Share:

Link:

Embed:

Download Presentation from below link

Download The PPT/PDF document "Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla" is the property of its rightful owner. Permission is granted to download and print the materials on this web site for personal, non-commercial use only, and to display it on your personal computer provided you do not modify the materials and that you retain all copyright notices contained in the materials. By downloading content from our website, you accept the terms of this agreement.


Presentation Transcript

Slide1

Rafræn allsherjaratkvæðagreiðslaum kjarasamning frá 21.1 2016

Slide2

Hvað er rafræn atkvæðagreiðsla?Samkvæmt reglugerð ASÍ þýðir rafræn atkvæðagreiðsla; „... atkvæðagreiðsla skal fram­kvæmd þannig að kjör­stjórn sendir þeim er kosninga­rétt eiga kjörgögn en þau eru aðgangslykill að rafrænum kjörseðli.“Munurinn á hefðbundinni póstatkvæðagreiðslu og rafrænni er því einungis sá að í stað þess að pósta atkvæðið til baka til kjörstjórnar er farið inn á rafrænan kjörseðil, tekin afstaða og atkvæðið sent yfir internetið til kjörstjórnar.

Leynd og öryggi er meira;

engin atkvæðaumslög eru opnuð,

ekki er hægt að rekja saman upplýsingar um þann sem greiðir atkvæði og hvernig hann greiðir atkvæði og

strangar opinberar öryggisreglur og staðlar gilda um þau þjónustufyrirtæki sem annast útsendingar, varðveislu og söfnun gagna ( Advania og Umslag )

Slide3

KjörgögnHver og einn fær kynningarbréf sem á er lykilorð/leyniorð.Póstlagt 15.2 og á að hafa borist öllum á tímabilinu 16-19.2. ATH: Lykilorðið er neðst á bls. 2.

Slide4

Kjörgögn/ kynningarbréfið

Slide5

Upphaf og lok atkvæðagreiðslu Atkvæðagreiðslan hefst, þ.e. tölvubúnaður til þess að taka við atkvæðum er settur í gang kl. 08:00 16.2 2016.Félagsmaður sem reynir að fara inn til að greiða atkvæði fyrir þann tíma fær skilaboð um að atkvæðagreiðsla sé ekki hafin. Hægt er að greiða atkvæði allan sólarhringinn.Atkvæðagreiðslunni lýkur, þ.e. slökkt er á þeim tölvubúnaði sem tekur við atkvæðum, kl. 12:00 ( 12 á hádegi ) 24.2 2016.

Félagsmenn sem eru að greiða atkvæði nákvæmlega þá, fá 10 mínútur til þess að klára.

Eftir það birtast skilaboð um að atkvæðagreiðslunni sé lokið.

Úrslit eiga að liggja fyrir c.a. kl. 13:00

Slide6

Atkvæði greitt

Öll aðildarfélög ASÍ með félagsmenn á almennum kjarasamningum ASÍ og SA hafa fengið sendan sérstakan atkvæðagreiðsluhnapp til að setja á heimasíður sínar og sérstakan „hlekki“ á bak við hann þ.e. Hlekk fyrir hvert tungumál.

Hnappurinn er einnig á áberandi stað á heimasíðu ASÍ og landssambandanna

og auðvitað hægt að vísa þangað.

Hlekkurinn vísar inn á varinn vef Advania sem annast kosninguna.

Þegar smellt er á þennan græna hnapp/viðeigandi tungumál, er hægt að byrja að greiða atkvæði.

Slide7

Þá opnast....

Slide8

Tvær leiðir Hægt er að auðkenna sig/skrá sig inn til að greiða atkvæði með því að slá inn kennitöluna sína og síðan leyniorðið sem er í kynningarbréfinu. Einnig er hægt að auðkenna sig beint með innskráningu á island.is þ.e. með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á farsíma.

ATH. Þeir

sem týna bréfinu með lykilorðinu og þeir sem kært hafa sig inn á kjörskrá geta einungis greitt atkvæði með innskráningu á

island

.is

Slide9

Einfalda leiðin

Félagsmaður slær inn sína eigin kennitölu,

síðan lykilorðið / leyniorðið sem er í kynningarbréfinu

o

g smellir loks á „Innskráning með leyniorði“

Slide10

Ef valið er að nota island.is

Ef nota skal þessa leið, þarf félagsmaður annað af tvennu að hafa Íslykil eða rafræn skilríki á síma.

Ef viðkomandi á ekki Íslykil þá er einfalt að sækja um hann og hann berst í heimabanka viðkomandi eftir örfáar mínútur. Einnig er hægt að fá hann sendan í pósti en það tekur 1-3 daga.

Eigi viðkomandi ekki rafræn skilríki á síma er hægt að fá þau með því að fara í næsta banka eða sparisjóð og ganga frá því á staðnum.

Slide11

Þá opnast ...

Slide12

Eftir innskráningu – hvaða leið svo sem er valin opnast atkvæðaseðill

Slide13

Atkvæðagreiðslu lokið

Slide14

Ýmis skilaboð, auð atkvæði o.fl.Við framkvæmd kosningarinnar geta birst ýmis skilaboð, t.d.;Atkvæðagreiðsla ekki hafinAtkvæðagreiðslu er lokiðÞú hefur þegar greitt atkvæðiÞú ert ekki á kjörskrá Rangt lykilorð

..... og svo framvegis Allt er þetta hefðbundið en búast má við að félagsmenn hafi samband til þess að fá aðstoð í framhaldinu, sérstaklega ef þeir eru ekki á kjörskrá.

Skv. 3.mgr. 5.gr. l. 80/1938 þarf meirihlutaatkvæða til þess að fella kjarasamning. Auð atkvæði teljast greidd atkvæði og vega þannig í raun með já

atkvæðum – gott að vita ef spurt er.

Slide15

KjörskrárkærurÁ kjörskrá eru 74.722 félagsmenn á almennum vinnumarkaði.587 fá ekki bréf þar sem þeir eru skráðir „óstaðsettir í hús“ eða erlendis. Kjörskrá er miðuð við skil iðgjalda í október 2015.Félagsmaður sem telur sig eiga atkvæðisrétt en er ekki inni á kjörskrá verður að hafa samband við sitt félag og framvísa þar tilskyldum gögnum t.d.

launaseðlum. Félagsmaður getur átt atkvæðisrétt en ekki verið á kjörskrá t.d. vegna þess að afdregnum iðgjöldum hefur ekki verið skilað eða hann hafið störf og iðgjöld verið dregin af honum eftir 31.10 2015.

Meti félagið það svo að viðkomandi eigi atkvæðisrétt, hefur félagið samband við kjörstjórn og gefur henni kennitölu félagsmannsins.

Kjörstjórn úrskurðar viðkomandi inn á kjörskrá og kemur kennitölu hans til Advania.

Ábyrgst er að viðkomandi geti greitt atkvæði eigi síðar en kl. 10:00 morguninn eftir að kennitölu er komið til Advania. ( Sérstakar ráðstafanir fyrir hádegi 24.2 2016 )

EN

þó aðeins með Íslykli

eða rafrænum skilríkjum á

farsíma.

Ný lykilorð/leyniorð eru ekki gefin út.

Slide16

Kjörgögn berast ekki eða týnastFélagsmenn sem ekki hafa fengið send kjörgögn eða glatað þeim geta greitt atkvæði í gegnum island.is eins og lýst hefur verið hér að framan.Hvorki kjörstjórn, Advania eða aðrir hafa aðgang að útgefnum lykilorðum og því er ekki hægt að leita uppi lykilorð þeirra sem eru á kjörskrá. Eina leið þessara félagsmanna til að

greiða atkvæði, eins og þeirra sem kært hafa sig inn á kjörskrá, er ...

Slide17

Hvenær og hvar er hægt að greiða atkvæðiAtkvæðagreiðslan hefst kl. 08:00 16.2 2016 og henni líkur kl. 12:00 24.2 2016. Hægt er að greiða atkvæði alls staðar þar sem komast má í græna hnappinn Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að nettengdri tölvu geta snúið sér til síns stéttarfélags / landssambands eða á skrifstofu ASÍ og fengið aðganga að viðeigandi tækjabúnaði og aðstoð ef með þarf.

Slide18

Kjörstjórnarvakt Fyrsta stopp félagsmanns er alltaf hjá sínu stéttarfélagi eins og áður segir og þar fer fram könnun gagna.Stéttarfélagið metur hvort viðkomandi á að vera á kjörskrá eða ekki. Ef vafi skapast eða ef félagsmaður er ekki sáttur

getur hann snúið sér beint til kjörstjórnar.

Sérstakur vinnuhópur kjörstjórnar er á vakt 24/7

 16-24.2 2016.

Magnús M. Norðdahl –

magnus

@asi.is

, 5355626

eða 8982754.

Drífa Snædal –

drifa@

sgs

.is

, 5355672 eða 6951757.

Þórir Guðjónsson –

thorir

@efling.is

, 5107532 eða 8997532.

Aðrir í kjörstjórn eru:

Pálmi Finnbogason –

palmi

@

samidn

.is

Ísleifur Tómasson –

isleifur

@

rafis

.is

Guðni Gunnarsson –

gudnig

@

vm

.is

Jakob Þór Einarsson –

jakob

@

vr

.is

Slide19

Útsend gögn á félöginKosningahnappur og slóð á 3 tungumál. Tölvustrengur sem umsjónarmenn heimasíðna setja upp (enginn annar skilur það tungumál )Uppsetningu þarf að vera lokið og hún prófuð á n.k. mánudag.Ef einstök félög lenda í vandræðum hér geta þau að sjálfsögðu vísað inn á heimasíðu síns landssambands eða á heimasíðu ASÍ (www.asi.is)

Kynningarefni - slóð á heimasíðu ASÍ þar sem finna má:

(

http://

www.asi.is/um-asi/

utgafa

/

frettasafn

/

frett

/2016/01/21/kjarasamningur-

undirritadur

)

Samninginn sjálfan

Kynningu á helstu efnisatriðum

Kynningu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, á fjarfundi (myndband)

Slide20

GANGI YKKUR VEL

Related Contents


Next Show more